Djúpavogshreppur
A A

Gamlar myndir frá Ingimar Sveinssyni

Gamlar myndir frá Ingimar Sveinssyni

Gamlar myndir frá Ingimar Sveinssyni

skrifaði 13.09.2010 - 11:09

Okkur bárust í síðustu viku myndir frá Hjördísi Björgu Kristinsdóttur. Það virðist vera sem svo að það hafi hálfgerða keðjuverkun þegar við birtum gamlar myndir á heimasíðunni. Þannig kom hann Ingimar Sveinsson með nokkrar myndir undir höndum sem hann vildi endilega að við settum inn á heimasíðuna.

Þessi keðjuverkun er að sjálfsögðu af hinu góðu og við vonum að þær myndir, sem við birtum hér, veki einhverja fleiri sem luma á myndum og þeir komi þeim til okkar.

Við þökkum Ingimar kærlega fyrir myndirnar og ítrekum þá hvatningu okkar að fólk fari að gramsa í myndasafni sínu og komi því til okkar sem það telur að eigi heima á síðunni.

Myndasafni Ingimars er nú búið að skipta í tvennt og "nýju gömlu myndirnar" er að finna í seinni hlutanum.

Þær má einnig sjá með því að smella hér.

ÓB