Djúpavogshreppur
A A

Fyrstu afhendingar REKO á Austurlandi gengu vonum framar

Fyrstu afhendingar REKO á Austurlandi gengu vonum framar

Fyrstu afhendingar REKO á Austurlandi gengu vonum framar

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 05.02.2019 - 11:02

REKO-viðskiptaformið, sem felst í milliliðalausum viðskiptum framleiðenda og neytenda í gegnum Facebook-síður, breiðist nú hratt út um landið. Síðastliðinn laugardag voru fyrstu afhendingar REKO-framleiðenda á Austurlandi til viðskiptavina sinna og var hún framkvæmd á Egilsstöðum.

Öllum stendur til nú til boða að versla beint af bændum, heimavinnsluaðilum og smáframleiðendum sem hafa öll tilskilin leyfi til að selja vörur sínar. Níu framleiðendur buðu fram vörur sínar á laugardaginn var og auglýstu þær á Facebook-síðunni REKO-Austurland sem öllum er velkomið að vera hluti af. Þó nokkrir Djúpavogsbúar nýttu sér þetta líkt og margir íbúar á fjórðungnum en yfir 150 pantanir bárust í vörur framleiðenda sem þykir með því allra besta á landsvísu. En Facebook-hópar hafa verið myndaðir fyrir Reykjavík, Vesturland, sunnanverða Vestifirði, Suðurland og Norðurland – og milliliðalaus viðskipti átt sér stað. Svo mikill áhugi var á Austurlandi að hluti vöruúrvals seldist upp hjá helmingi framleiðenda.

Kaupendur leggja fram pantanir inni í viðburðum hvers hóps á Facebook, greiða fyrirfram og fá þær síðan afhentar á tilteknum stað og uppgefnum tíma.

Næsta afhending REKO-framleiðenda verður laugardaginn 23.febrúar á Hornafirði kl. 12-13 í Litlu sveitabúðinni Nesjum og á Djúpavogi kl. 15-15:30 á Við Voginn. Laugardaginn 16. mars verður síðan afhending á Egilsstöðum kl. 12-13 fyrir framan Hús Handanna og sama dag á Reyðarfirði kl. 14-15 í verslunarmiðstöðinni Molanum fyrir framan Krónuna. Meðlimir hópsins fá tilkynningu þegar viðburðir hafa verið stofnaðir fyrir afhendingarnar.

Hér má sjá myndir af afhendingunni síðastliðinn laugardag:


Vörur frá eftirtöldum framleiðendum á Austurlandi: Breiðdalsbiti, Háhóll geitabú, Miðskersbúið,Fjóshornið Egilsstöðum, Holt og heiðar ehf., HEL,Farm Holiday Síreksstadir / Ferðaþjónustan Síreksstöðum og Setberg Fellum.
Vörur frá eftirtöldum framleiðendum á Austurlandi: Breiðdalsbiti, Háhóll geitabú, Miðskersbúið,Fjóshornið Egilsstöðum, Holt og heiðar ehf., HEL,Farm Holiday Síreksstadir / Ferðaþjónustan Síreksstöðum og Setberg Fellum.