Djúpivogur
A A

Fyrsti vetrardagur og bangsadagur

Fyrsti vetrardagur og bangsadagur

Fyrsti vetrardagur og bangsadagur

skrifaði 31.10.2012 - 15:10

Þann 27 október var fyrsti vetrardagur og alþjóðlegi bangsadagurinn.  Leikskólabörnin héldu upp á það á föstudegunum fyrir og fengu að hafa með sér einn bangsa að heiman.  Í tilefni komu vetrarins var svo haldið diskótek þar sem börnin dönsuðu bæði hópdansa og síðan frjálst eins og þau gátu.  Eftir hádegismat fengu svo allir íspinna til að minna okkur á veturinn.  Við í leikskólanum höfum fagnað vetrinum í þó nokkuð mörg ár með mismunandi hætti og hefur það alltaf vakið mikla lukku meðal barnanna sem skilja stundum ekki af hverju það kemur ekki snjór víst nú sé kominn vetur.  En snjórinn kom nú fljótlega því í dag fögnuðu krakkarnir snjónum enda alhvít jörð þegar börnin vöknuðu í morgunsárið.  Það voru margir foreldrar sem töluðu um það að sjaldan hefðu börnin verið svona snögg á fætur eins og í morgun.  

 

Alþjóðlegi bangsadagurinn er hins vegar nýr á nálinni hjá okkur hér í leikskólanum en hann er þann 27. október ár hvert og fjölmargir leik- og grunnskólar eru farnir að taka upp þennan dag með því að bjóða börnum skólans að koma með sinn bangsa að heiman.  

Með bangsa í leikskólann

Diskótek til að fagna vetrinum og með bangsa

Ís í eftirrétt er algjört lostæti 

 

Fleiri myndir hér

ÞS