Djúpavogshreppur
A A

Fyrir áhugasama um skelrækt

Fyrir áhugasama um skelrækt

Fyrir áhugasama um skelrækt

skrifaði 15.12.2006 - 00:12

Haldin verður ráðstefna um möguleika bláskeljaræktar á Íslandi dagana 12-13 janúar nk. á hótel KEA, Akureyri og hefst kl 9.30 báða dagana. Opinberir aðilar, vísindamenn og ræktendur frá Kanada munu kynna þá aðferðafræði sem stuðst var við þar í landi og þá möguleika sem þessi atvinnugrein hefur hér á landi. Einnig verður dreifingaraðili frá Þýskalandi með erindi um markaðsaðstæður í Evrópu.

Íslenskir frumkvöðlar hafa unnið mikla þróunarvinnu í skelrækt á síðustu árum. Ræktunarfyrirtæki, vinnslur og dreifingaraðilar austan hafs og vestan, hafa verið heimsóttir í leit að bestu fyrirmyndum jafnframt því sem mismunandi búnaður og aðferðir hafa verið prófaðar við íslenskar aðstæður. Athuglisverðastur er árangur Kanadamanna, nánar tiltekið við Prince Edward eyju. Þar eru nú ræktuð 23.000 tonn árlega og hafa 2.500 manns af um 100.000 íbúum atvinnu af þessari grein. Árið 2004 voru framleidd þar 20.000 tonn af bláskel sem skilaði 107 milljónum CAD (um 6,4 milljarðar ISK) í útflutningstekjur og fóru þar af 24 milljónir CAD (um 1,4 milljarðar ISK) til ræktenda.

 Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér