Djúpavogshreppur
A A

Fundur með Stuðningsaðilum Cittaslow

Fundur með Stuðningsaðilum Cittaslow

Fundur með Stuðningsaðilum Cittaslow

skrifaði 23.10.2015 - 11:10

Haldinn verður fundur með Stuðningsaðilum Cittaslow í Djúpavogshreppi 2. nóvember, kl. 20:00 í Geysi.

Nýir meðlimir eða aðrir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir!

 

Eftirtalin fyrirtæki og félagasamtök eru nú þegar Stuðningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi:

Bragðavellir Cottages - www.bragdavellir.is 

Adventura ehf. - www.adventura.is

Hótel Framtíð - www.hotelframtid.com

Kvenfélagið Vaka - kvenfélagið

Íþróttamiðstöð Djúpavogs - íþróttamiðstöð

Við Voginn

Arfleifð - www.arfleifd.is

Langabúð

Landsbankinn - www.landsbankinn.is

Havarí - www.havari.is

 

Stuðningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi

  • Hafa í heiðri hugmyndafræði Cittaslow og starfa samkvæmt henni.
  • Eru tilbúnir til að skuldbinda sig til að fylgja viðmiðum Cittaslow sem sett eru fram af hálfu Cittaslow International á hverjum tíma.
  • Sýna ofangreind atriði í vilja og verki t.d. með þátttöku í þróun verkefna og tilfallandi viðburðum tengdum Cittaslow í Djúpavogshreppi, s.s. Cittaslow Sunday.
  • Stuðningsaðilar eru opnir fyrir samstarfi við aðra Stuðningsaðila Cittaslow innan sveitarfélagsins um framleiðslu, þróun, sölu og notkun á staðbundnum afurðum og þjónustu.
  • Eigendur og starfsmenn geta miðlað grunnupplýsingum um Djúpavogshrepp og hugmyndafræði Cittaslow, kynna samtökin og þátttöku fyrirtækisins eftir föngum, s.s. í bæklingum og á vefsíðu.
  • Eigendur gæta að því að merkingar utandyra falli vel að umhverfinu og séu í samræmi við reglur og viðmið Cittaslow International og Djúpavogshrepps.
  • Starfsfólk sýnir góða þjónustulund og jákvætt viðmót.
  • Byggingum og nærumhverfi fyrirtækis er vel við haldið þannig að það sé snyrtilegt og aðlaðandi.

Merki Cittaslow er gæðastimpill og loforð um uppruna afurða og/eða þjónustu í Djúpavogshreppi. 

 

Tilgangur fundarins er að allir Stuðningsaðilar Cittaslow í Djúpavogshreppi hittist ásamt fulltrúa sveitarfélagsins og farið verði yfir hvernig hægt sé að nýta betur og efla tenginguna við Cittaslow í Djúpavogshreppi og hvað leggja megi áherslu á hjá hverju fyrirtæki sem Cittaslow.

Því sýnilegra sem Cittaslow er, því sterkara er merkið sem kynning á sveitarfélaginu sem og fyrirtækjunum/félögunum sem eru Stuðningsaðilar. Allt vinnur þetta saman að því að gefa flotta og aðlaðandi heildarmynd af sveitarfélagi sem er með rétta hugsjón og viðmið.

 

Þátttaka Djúpavogshrepps í Cittaslow var auglýst talsvert í sumar – skilti voru sett upp, sérstakt rými inni á upplýsingamiðstöðinni var helgað Cittaslow í Djúpavogshreppi og sagt var frá Cittaslow í öllu kynningarefni sem sent var út eða sett í bæklinga. Þá voru settar inn upplýsingar um Cittaslow og Stuðningsaðila Cittaslow á vefsíðu Djúpavogshrepps bæði á ensku og íslensku. Þetta hafði talsverð áhrif og margir spurðu um snigilinn og vildu vita meira, eða þekktu Cittaslow og höfðu áhuga á að vita meira um hvað væri Cittaslow í Djúpavogshreppi.

Á ársfundi norðurlandanets Cittaslow samtakanna í Ulvik, Noregi, sl. september var ákveðið að næsti ársfundur samtakanna yrði haldinn hér í Djúpavogshreppi 24.-26. maí 2016. Þá verður gaman að sýna fulltrúum annarra Cittaslow samfélaga hvað er Cittaslow í Djúpavogshreppi.