Djúpavogshreppur
A A

Fundur atvinnu- og menningarmálanefndar vel sóttur

Fundur atvinnu- og menningarmálanefndar vel sóttur

Fundur atvinnu- og menningarmálanefndar vel sóttur

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 14.01.2019 - 11:01

Fundur var haldinn um atvinnumál síðastliðinn laugardag á Hótel Framtíð.

Áhersla þessa fundar, sem var sá fyrsti í fundaröð atvinnu- og menningarmálanefndar, var fiskeldi og fiskvinnsla.

Fundurinn var vel sóttur en fulltrúar Fiskmarkaðar Djúpavogs, Búlandstinds, Fiskeldis Austfjarða og Laxa voru með framsögu. Í lok fundar voru almennar umræður auk þess sem boðið var upp á súpu og brauð. Fundurinn var mjög fróðlegur og fór í alla staði vel fram og er frummælendum og gestum hér með þakkað fyrir þátttökuna.

Hægt er að skoða myndir frá fundinum með því að smella hér.