Djúpivogur
A A

Fundarboð

Fundarboð

Fundarboð

skrifaði 20.01.2011 - 08:01

 Í haust var gerð tilraun til að efla æskulýðsstarf á Djúpavogi. Foreldrar og fulltrúar frá Neista, slysavarnafélaginu, skólanum, sveitarfélaginu og kirkjunni skipulögðu starf haustannarinnar. Það er mál manna að vel hafi til tekist.  Fjölbreytt dagskrá var í boði og þátttaka góð. Allir sem tóku að sér að skipuleggja viðburðina stóðu sig með prýði.  Nú á að endurtaka leikinn og skipuleggja vorönnina með sama hætti. Fundur verður haldinn  mánudaginn 24. janúar kl. 18:00 í skólanum. Mikilvægt er að sem flestir mæti. BE