Djúpivogur
A A

Fundarboð

Fundarboð

Fundarboð

skrifaði 05.10.2010 - 07:10

Fimmtudaginn 7. október verður fundur í Grunnskóla Djúpavogs kl. 20.  Fyrri hluti fundarins er hefðbundin skólakynning þar sem farið verður yfir handbók grunnskólans og skóladagatal.  Áætlað er að þeim hluta ljúki um 20:30.

Í seinni hlutanum verður gerð tilraun til að efla æskulýðsmál á Djúpavogi. Fulltrúar frá sveitarfélaginu, slysavarnafélaginu, Neista og kirkjunni mæta. Farið verður lauslega yfir hvað er í boði fyrir börn og unglinga hreppsins og hverju er hægt að bæta við. Hugmyndin er að fá foreldra til samstarfs.  Til þess að skapa fjölbreytt og heilbrigt æskulýðstarf hér á Djúpavogi þurfa allir að leggja sig fram.

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Djúpavogs verður eftir seinni hlutann.  Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.

Skólastjóri