Djúpivogur
A A

Fundað uppi á Öxi

Fundað uppi á Öxi

Fundað uppi á Öxi

skrifaði 28.01.2011 - 22:01
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagna aukinni áherslu Vegagerðarinnar á þjónustu vegna Axarvegar og þeim samgöngubótum sem því fylgir  fyrir fjórðunginn. Djúpavogur og Fljótsdalshérað tilheyra sama þjónustusvæði hvað varðar félagsþjónustu, málefni fatlaðra og brunavarnir. Greiðar samgöngur um Axarveg eru því mikilvægar og til hagsbóta fyrir allt Austurland  og styttir akstursleiðina  frá Reykjavík til Héraðs um 71 kílómetra með tilheyrandi sparnaði á ört hækkandi eldsneyti.
Af þessum sökum fæst ekki séð að sá snjómokstur geti verið á ábyrgð eins sveitarfélags öðrum fremur , hvað þá að ákvörðun þar um geti legið hjá Djúpavogshreppi. 
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps telja því  á engan hátt ásættanlegt að Djúpavogshreppi sé ætlað að standa straum af helmingi kostnaðar vegna snjómoksturs á Öxi samkvæmt breytingu sem nýlega var gerð á G-reglu.  
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps beina því þeim tilmælum til ráðherra að hann hlutist til um að horfið verði frá kröfu um helmingagreiðslu  frá Djúpavogshreppi vegna snjómoksturs á Öxi eftir 5. janúar eins og gert er ráð fyrir í nýlegri breytingu á G-reglu Vegagerðarinnar.

Í dag efndu sveitarstjórn Djúpavogshrepps og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs til fundar með óvenjulegum hætti þar sem viðkomandi aðilar ákváðu að hittast á Merkjahrygg á Axarvegi þ.e. nákvæmlega þar sem mörk sveitarfélagana liggja og funda þar í rúmgóðum fjallabíl sem héraðsmenn komu á. Þá var snæddur þorramatur og fl. góðgæti á vettvangi.

Brynjólfur Reynisson keyrði sveitarstjórn Djúpavogshrepps upp á Öxi í boði SG véla og sóttist ferðin vel þótt þörf hafi verið á að keyra aðeins utan vegar á snjó til að komast hjá nokkrum smávægilegum höftum.  
Helsta tilefni þessa fundar var að fara yfir samgöngumál og eðli málsins samkvæmt voru málefni Axarvegar helsti dagskrárliðurinn og svo var sömuleiðis nýtt tækifærið og farið yfir önnur mál. Skemmst er frá því að segja að þessi hittingur mæltist vel fyrir af beggja hálfu. 

Niðurstaða fundarins um samgöngumál var svohljóðandi ályktun sem var samþykkt samhljóða. 

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagna aukinni áherslu Vegagerðarinnar á þjónustu vegna Axarvegar og þeim samgöngubótum sem því fylgir fyrir fjórðunginn. Djúpavogshreppur og Fljótsdalshérað tilheyra sama þjónustusvæði hvað varðar félagsþjónustu, málefni fatlaðra og brunavarnir. Greiðar samgöngur um Axarveg eru því mikilvægar og til hagsbóta fyrir allt Austurland  og styttir akstursleiðina  frá Reykjavík til Héraðs um 71 kílómetra með tilheyrandi sparnaði á ört hækkandi eldsneyti. Af þessum sökum fæst ekki séð að sá snjómokstur geti verið á ábyrgð eins sveitarfélags öðrum fremur, hvað þá að ákvörðun þar um geti legið hjá Djúpavogshreppi. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps telja því  á engan hátt ásættanlegt að Djúpavogshreppi sé ætlað að standa straum af helmingi kostnaðar vegna snjómoksturs á Öxi samkvæmt breytingu sem nýlega var gerð á G-reglu.  Bæjarráð Fljótsdalshéraðs og sveitarstjórn Djúpavogshrepps beina því þeim tilmælum til ráðherra að hann hlutist til um að horfið verði frá kröfu um helmingagreiðslu  frá Djúpavogshreppi vegna snjómoksturs á Öxi eftir 5. janúar eins og gert er ráð fyrir í nýlegri breytingu á G-reglu Vegagerðarinnar.

AS

 

Sveitarstjórn Djúpvoghrepps og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs ásamt sveitar- og bæjarstjóra
á góðum hittingi á Öxi í dag.