Djúpivogur
A A

Fuglalífið í algleymingi

Fuglalífið í algleymingi

Fuglalífið í algleymingi

skrifaði 17.05.2010 - 20:05

Eitt af því athygliverðasta hér í nánasta umhverfi okkar á Djúpavogi er hið fjölskrúðuga fuglalíf sem hér þrífst og dafnar að öllu jöfnu við bæjardyrnar hjá okkur.  Við vötnin á Búlandsnesi er fuglalífið nú um stundir í algleymingi, allir hinir árvissu gestir okkar eru mættir og eru ýmist byrjaðir í varpi eða eru að vinna við hreiðurgerð. 

Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í gær við Fýluvoginn má sjá flórgoða á hreiðri en flórgoðinn gerir sér gjarnan fljótandi hreiður í sefi.  Oftast velur hann sér írautt sef til að dyljast betur og sannarlega tekst honum vel til í þessu tilviki í þeim efnum.  Sjá annars hér myndskeið í bland við hefðbundnar ljósmyndir sem undirritaður hefur tekið við Fýluvoginn á undanförnum árum.  Að lokum eru íbúar sem og gestir eindregið hvattir til að upplifa og njóta fuglalífsins hér við vötnin í nágrenni bæjarins.

Andrés Skúlason