Frumkvöðlar í skapandi greinum – vinnustofa í Djúpinu

Frumkvöðlar í skapandi greinum – vinnustofa í Djúpinu
skrifaði 05.04.2017 - 16:04Kæru snillingar.
Mig langaði til að biðja ykkur um einn greiða.
Við Lára Vilbergsdóttir erum að vinna hörðum höndum að því að styrkja stoðkerfið við frumkvöðla og þá í skapandi greinum.
Mig langaði til að athuga hvort þið væruð tilbúin til að eyða 1 klst. með okkur þann 7. apríl í Djúpinu frumkvöðlasetri.
Þessi klst. færi þá í það að lista upp þau atriði sem eru góð og þau sem þarf að bæta og munum við gera það í vinnustofu.
Við lofum góðum mat með þessu og almennt kósýheitum :)
Með ósk um góðar viðtökur og vilja til að hjálpa okkur Láru að gera þetta stoðkerfi almennilegt.
Kveðja;
Katrín Jónsdóttir