Djúpivogur
A A

Friðlýsing tjarnaklukku vekur athygli

Friðlýsing tjarnaklukku vekur athygli

Friðlýsing tjarnaklukku vekur athygli

skrifaði 15.02.2011 - 16:02

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni friðlýsti umhverfisráðherra búsvæði tjarnaklukkunnar á Hálsum í síðustu viku. Hefur sú friðlýsing vakið mikla athygli enda varð Djúpavogshreppur með friðlýsingunni fyrst íslenskra sveitarfélaga til að samþykkja friðlýsingu svæðis til verndar smádýralífi.

Einnig fær Djúpavogshreppur mikið hrós fyrir vandaða vinnu við gerð nýs aðalskipulags en á vef umhverfisráðuneytisins kemur m.a. fram að umhverfisráðherra telji fá eða engin dæmi vera um jafn metnaðarfulla vinnu á þessu sviði af hálfu sveitarfélags hér á landi. Sjá má fréttina í heild sinni af heimasíðu umhverfisráðuneytis með því að smella hér

Mbl.is fjallaði um friðlýsinguna á heimasíðu sinni í dag og má sjá fréttina með því að smella hér

Þá fjallaði heimasíða Náttúrufræðistofnunar Íslands einnig um málið í dag og má sjá þá frétt með því að smella hér

Bent skal á að í næsta riti Múlaþings verður Erling Ólafsson skordýrafræðingur með sérstaka grein tileinkaða tjarnaklukkunni á Hálsum þar sem hann mun varpa frekara ljósi á þetta sérstaka smádýr sem vill hvergi annarstaðar vera hér á landi en hér í nágrenni við Djúpavog. Þá kann lesendum hugsanlega koma á óvart hvað í raun hér er um merkilegt fyrirbæri að ræða.

BR