Fréttir færast á nýja heimasíðu

Fréttir færast á nýja heimasíðu skrifaði Greta Mjöll Samúelsdóttir - 13.04.2021
10:04
Í ljósi þess að Djúpivogur er nú hluti af stærri stjórnsýslu nýja sveitarfélagsins Múlaþings er þetta síðasta frétt sem fer inn á þessa síðu og tekur www.mulathing.is alfarið við hlutverki heimasíðu sveitarfélagsins og byggðakjarna þess. Unnið er markvisst að því að færa allt það góða efni og upplýsingar af þessari síðu yfir á heimasíðu Múlaþings sem og glænýja visit-síðu Djúpavogs sem er í vinnslu og opnar í sumar. Allar ábendingar eru afar vel þegnar á mulathing@mulathing.is.
Þegar senda þarf inn frétt eða tilkynningu á heimasíðu héðan af má gera það með því að senda texta og mynd á frettir@mulathing.is.