Fréttir af Kvenfélaginu Vöku

Fréttir af Kvenfélaginu Vöku
skrifaði 08.02.2017 - 10:02Okkur Vökukonum langar að segja ykkur frá starfsemi félagsins á nýliðnu ári 2016.
Starfsárið okkar er frá október og fram í maí, fundir haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði nema aðalfundur alltaf haldinn 9. desember, en þann dag árið 1928 var félagið stofnað.
Í dag eru 23 konur í félaginu.
Fastir liðir hjá félaginu er sala á blómum fyrir bóndadaginn, bollusala fyrir bolludaginn, bingó , sala á sumarblómum, kertasala og Jólamarkaður.
Á árinu 2016 styrktum við m.a þessi verkefni:
300.000 til kaupa á allskonar tæki og tólum fyrir íþróttamiðstöðina.
300.000 til kaupa á útileikföngum á leikskólanum Bjarkatúni.
Styrkir til einstaklinga samtals 900.000.
Við sáum um veitingar á opnunardegi listasýningunar Rúllandi snjóbolti 7 og bökuðum lummur inn í Hálsaskógi á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.
Þökkum öllum sem tóku vel á móti okkur á árinu.
Vökukonur.