Djúpavogshreppur
A A

Fréttir af Kvenfélaginu Vöku

Fréttir af Kvenfélaginu Vöku

Fréttir af Kvenfélaginu Vöku

skrifaði 08.03.2016 - 10:03

 

Starfsárið okkar er frá október og fram í maí. Fundir eru haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði nema aðalfundur sem alltaf haldinn 9. desember, en þann dag árið 1928 var félagið stofnað.

 

Í dag eru 24 konur í félaginu. Fastir liðir hjá félaginu eru sala á blómum fyrir bóndadaginn, bollusala fyrir bolludaginn, bingó, sala á sumarblómum, kertasala, félagsvist, erfidrykkjur og jólamarkaður. Allur peningur sem við söfnum rennur til íbúa í sveitarfélaginu.

 

Á árinu 2015 styrktum við m.a. þessi verkefni:

  • 500.000 kr. til kaupa á orgeli fyrir Djúpavogskirkju.
  • 100.000 kr. til kaupa á líkkistustandi sem snýst, stöngum og ólum sem notuð eru ef fleiri en sex manns vilja halda undir kistu.
  • 230.000 kr. til kaupa á rólum fyrir yngstu börnin í leikskólanum.
  • 110.000 kr. til kaupa á hægindastól í Tryggvabúð.
  • Einnig styrktum við þrjár fjölskyldur um samtals 450.000 kr.

Vökukonur sáu um veitingar á opnunarhátíð listasýningarinnar Rúllandi snjóbolta/6, Djúpivogur í Bræðslunni.

 

 

Við þökkum öllum þeim sem tóku vel á móti okkur á árinu,

Vökukonur