Djúpivogur
A A

Fréttir af Kvenfélaginu Vöku

Fréttir af Kvenfélaginu Vöku

Fréttir af Kvenfélaginu Vöku

skrifaði 19.01.2015 - 16:01

Okkur Vökukonum langar að segja ykkur frá starfsemi félagsins.

Starfsárið okkar er frá október og fram í maí, fundir haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði nema aðalfundur sem alltaf er haldinn 9. desember, en þann dag árið 1928 var félagið stofnað.

Í dag eru 19 konur í félaginu og mikið væri það nú gaman ef það myndi fjölga á árinu, en þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur.

Fastir liðir hjá félaginu eru sala á blómum fyrir bóndadaginn, bollusala fyrir bolludaginn, bingó , sala á sumarblómum, kertasala og jólamarkaður.

Allur peningur sem við söfnum rennur til íbúa í sveitarfélaginu, en á árinu 2014 styrktum við m.a. þessi verkefni:
500.000 til kaupa á Ipad fyrir Grunnskólann.
250.000 við komu Rúdolfs Adolfssonar sálfræðings.
170.000 runnu til íþróttamiðstöðvar til kaupa á ýmsu sem nýtist yngstu notendunum.
28.000 til kaupa á gólflömpum í Tryggvabúð.
Einnig styrktum við tvær fjölskyldur um samtals 140.000.

Á árinu 2014 tókum við þátt í Cittaslow-deginum sem er haldinn 28. september ár hvert.

Þá sáum við um hluta af veitingum á opnunardegi listasýningarinnar Rúllandi snjóbolti 5 og á útgáfudegi bókarinnar Maðurinn sem stal sjálfum sér.

Gestafundur verður í félaginu þriðjudaginn 3. febrúar á Hótel Framtið kl. 20:30 og hlökkum við til að sjá mörg ný andlit þar.

Þökkum öllum sem tóku vel á móti okkur á árinu.
Vökukonur.