Djúpivogur
A A

Fréttatilkynning frá LungA 2010

Fréttatilkynning frá LungA 2010

Fréttatilkynning frá LungA 2010

skrifaði 09.06.2010 - 08:06

Skráning er nú hafin í listasmiðjur LungA 2010.

Hafir þú áhuga á að vera með þá sendirðu okkur tölvupóst á póstfangið lunga@lunga.is merkt “Listasmiðjur 2010”. Fram skal koma nafn þátttakanda, aldur, heimilisfang, símanúmer, hvort óskað er eftir gistiplássi eða ekki og síðast en ekki síst hvaða smiðju viðkomandi vill skrá sig í.. LungA sendir svo staðfestingarpóst til baka um leið og skráning hefur verið móttekin.

Listasmiðjurnar í ár eru eftirfarandi:

Tón-hryðju-verk-smiðjan - Hemus und Dalli
Leiklist - Ilmur Kristjánsdóttir
Tískuteikningar - Hildur Yeoman
Inn um augað og út um eyrað - Elvar Már Kjartansson , Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, Helgi Örn Pétursson , og Þórunn Eymundardóttir .
Blús stefnumót - Halldór Bragason
Yes sir, I can boogie - Saga og Friðgeir.

Nánari umsögn um smiðjurnar má finna undir dagskrárlið heimasíðunnar www.lunga.is . Svör við spurningum er einnig hægt að fá í gegnum tölvupóst á lunga@lunga.is eða í síma 861 7789

BR