Djúpavogshreppur
A A

Fréttatilkynning

Fréttatilkynning

Fréttatilkynning

skrifaði 11.08.2006 - 00:08

Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis kaupir húsnæði Landsbankans á Djúpavogi og Breiðdalsvík.


Landsbanki Íslands hf. og Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis hafa gert samkomulag um kaup Sparisjóðs Hornafjarðar á húsnæði Landsbankans á Breiðdalsvík og Djúpavogi. Samhliða því mun Landsbanki Íslands hf. hætta rekstri afgreiðslna sinna á þessum stöðum frá 1. september n.k. en starfsemi afgreiðslanna flyst til útibúa bankans á Stöðvarfirði og Hornafirði.

Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis mun frá 1. september n.k. starfrækja afgreiðslur á Breiðadalsvík og Djúpavogi og jafnframt taka við rekstri póstafgreiðslu Íslandspósts á Breiðdalsvík. Núverandi starfsmönnum Landsbankans á Breiðdalsvík og Djúpavogi hafa verið boðin störf hjá Sparisjóðnum frá sama tíma.

Undanfarin ár hafa Landsbankinn og Sparisjóðurinn báðir starfrækt afgreiðslur á Djúpavogi en Landsbankinn hefur einn starfrækt afgreiðslu á Breiðdalsvík.  



Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis

Landsbanki Íslands hf