Djúpavogshreppur
A A

Fréttabréf frá Teigarhorni - vinna við Weyvadthús - myndir af framkvæmdum

Fréttabréf frá Teigarhorni - vinna við Weyvadthús - myndir af framkvæmdum

Fréttabréf frá Teigarhorni - vinna við Weyvadthús - myndir af framkvæmdum

skrifaði 19.04.2015 - 19:04

Margvísleg vinna hefur verið í gangi á Teigahorni á undanförnum vikum og mánuðum og er nú vinna við verndar- og stjórnunaráætlun á síðastu metrunum. Þá er deiliskipulagsvinna sömuleiðis í vinnslu en sú vinna er tímafrek og er ekki hægt að setja fram verklok á þeirri vinnu á þessari stundu þar sem verkefnið er mjög viðamikið og nauðsynlegt að taka tillit til margra áhrifavalda á svæðinu. Öll þessi vinna sem krefst töluverðrar þolinmæði er forsenda þess að búa svæðið undir að taka við fjölda ferðamanna í framtíðinni á Teigarhorni.  Það er því markmiðið að opna ekki inn á viðkvæmasta svæðið fyrr en það er þannig úr garði gert að það geti tekið á móti gestum og tryggt um leið vernd svæðisins og öryggi gesta með sem bestum hætti. 

Stefnt er því að því í sumar að hafa viðkvæmasta svæðið þ.e. nærsvæði bæjartorfunnar og fjörurnar þar í grennd lokaðar meðan framkvæmdir við stígagerð og á mannvirkjum er í gangi og verður það auglýst sérstaklega þegar nær dregur sumri hvar afmörkum hins lokaða svæðis mun verða. En aðeins er stefnt á að um afmarkaða lokun verði að ræða í sumar á viðkvæmasta svæðinu eins og áður segir og stefnt að því að opna þetta svæði sumarið 2016.  Þá liggur fyrir að vinna að fornleifaskráningu á Teigarhornlandi og verður væntanlega hafist handa við það á næstu vikum, en fornleifaskráning er mjög mikilvægur þáttur í þessu stóra verkefni.

Að öðru leyti er uppbyggingu haldið áfram á ákveðnum framkvæmdaþáttum.  Nýjasta verkefnið sem ákveðið hefur verið að ráðist í á Teigarhorni er viðbygging við gamla Weyvadtshúsið sem er í eigu Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands og er verkefnið unnið undir handleiðslu Guðmundar Lúther Hafsteinssonar sem hefur yfirumsjón með Húsasafninu. Verkefnið að þessu sinni var að hefjast handa við grunn framkvæmdir við ljósmyndahús Nicolíne Weyvadt og svo bíslag að íbúðarhúsi Weyvadt við inngang að ofan. 

Í síðustu viku voru því góðir hleðslumenn Helgi og Ragnar úr Skagafirði hér á ferð og bjuggu þeir á Teigarhorni meðan þeir unnu að verkefninu og kláruðu þeir að hlaða grunn bæði undir ljósmyndahúsið og bíslagið í síðustu viku. Þarna voru vanir menn á ferð og handbragð þeirra aldeilis glæsilegt eftir því.  Hreinn Guðmundsson aðstoðaði þá hleðslumenn svo eins og honum einum er lagið og nýtti gröfurnar sínar við að moka fyrir framkvæmdinni og færa til efni.  

Verkefni þetta er mikið fagnaðarefni ekki síst í menningarsögulegu tilliti fyrir svæðið enda er Nicolíne Weyvadt frá Teigarhorni fyrsti lærði kvenljósmyndari þjóðarinnar enn talin með fremstu ljósmyndurum Íslandssögunnar. Mikið er til að áhöldum, tólum og tækjum úr eigu Nicolínu sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu og hafa ekki varðveist jafn vel áhöld frá þessum tíma hér á landi eða allt frá 1872 tog þau er Nikolíne lét eftir sig. Auk þess liggur mikið ljósmyndasafn eftir bæði Nicolíne og Hansínu Björnsdóttur fósturdóttur Nicoline í vörslu þjóðminjasafnsins, en Hansína stundaði einnig ljósmyndun frá Teigarhorni og nýtti aðstöðu og handleiðslu Nicolíne. Hér er því um stórkostnlegan áfanga að ræða og mikilvægan menningararf fyrir Djúpavogshrepp og landið allt og ber að þakka húsasafni Þjóðminjasafnsins og fulltrúum Þjóðminjasafnsins fyrir að hafa ákveðið að ráðast í þetta mikilvæga verkefni sem vonandi verður unnið markvisst að og lokið á allra á næstu árum. 

Meðfylgjandi eru myndir af vettvangi framkvæmda við gamla Weyvadthúss í síðustu viku. 

Samantekt. Andrés Skúlason 

 

 

 

 

 

 

 Rúnar Leifsson Minjavörður Austurlands og Guðmundur Lúther Hafsteinsson fulltrúi Húsasafns Þjóðminjasafnsins


Eyjólfur Guðjónsson bóndi Framnesi - Rúnar Leifsson og Guðmundur Lúther

 Hreinn Guðmundsson gröfustjóri - Eyjólfur - Rúnar og Guðmundur 

 Þarna var komið niður á steypta undirstöðu fyrir rafstöð sem þarna stóð á sínum tíma


Rúnar og Guðmundur spá í spilin 

 

 Þ
á mættu þeir Helgi og Ragnar hleðslumenn að norðan - miklir snillingar í sínu fagi H
elgi og Ragnar tóku strax til starfa þegar þeir mættu á svæðið

Hér er búið að mæla vel fyrir öllu


 Helgi hleðslumaður ánægður með gang mála - hlaðið og steypt á milli eins og í gamla húsinu

 


Búið að hlaða undir bíslagið 

 Búið að hlaða undir ljósmyndahúsið 

 Snilldarhandbragð hjá þeim félögum Helga og Ragnari 

 Weyvadthúsið og nýja hleðslan við endan, það á eftir að lækka jarðveginn framan við húsið til að hleðslur sjáist betur


 Weyvadthús sumarið 2014

 


Weyvadthúsið um aldamótin 1900 - ljósmyndahúsið við hliðina