Djúpavogshreppur
A A

Frábær árangur í söngkeppni Samaust

Frábær árangur í söngkeppni Samaust

Frábær árangur í söngkeppni Samaust

Ólafur Björnsson skrifaði 28.01.2019 - 08:01

Samaust (Samtök félagsmiðstöðva á austurlandi) hélt á dögunum sína árlegu söngkeppni. Í ár gerðu ungmenni á Djúpavogi sér lítið fyrir og sendu tvo fulltrúa á keppnina.

Guðrún Lilja Eðavarðdóttir og Íris Antonía Ólafsdóttir stigu á svið og sungu fyrir fullum sal í Valaskjálf á Egilsstöðum. Guðrún Lilja söng lagið Óskin Mín eftir Rakel Pálsdóttur og gerði það með stakri prýði.

Íris Antonía söng lagið Creep með Radiohead og gerði sér lítið fyrir og lenti í öðru sæti fyrir sinn flutning. Fyrir vikið öðlaðist hún þátttöku rétt í söngkepnni Samfés sem fram fer í mars 2019. Þar mun hún stíga á svið í Laugardalshöll og flytja lag fyrir fulla höll af unglingum frá öllum landshornum! Við óskum þeim báðum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að heyra í þeim í framtíðinni!

Félagsmiðstöðin Zion.