Djúpivogur
A A

Frá skólunum vegna Covid-19

Frá skólunum vegna Covid-19

Frá skólunum vegna Covid-19

Ólafur Björnsson skrifaði 01.04.2020 - 14:04

Það ástand sem skapast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar hefur óumflýjanlega haft töluverð áhrif á starfið í Leikskólanum og Grunnskólanum. Við viljum þakka skólasamfélaginu, börnum, foreldrum, starfsfólki og öðrum þau viðbrögð og þann skilning sem allir hafa sýnt þeim breytingum sem þurft hefur að gera á skólastarfinu. Þetta er stór áskorun fyrir alla og hvernig sem ástandið kann að breytast er það von okkar að munum við áfram bregðast við með skilningi og æðruleysi. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til innan skólanna eru fyrst og fremst með velferð og heilbrigði allra í huga.

Nú styttist í páska og við getum þakkað fyrir að hafa enn ekki þurft að loka skólunum í þessu ástandi og vonandi þarf ekki að koma til þess þó að rétt sé að vera við öllu búinn. Leikskólinn verður lokaður þrjá daga í næstu viku og í Grunnskólanum verður bætt við starfsdegi strax eftir páskafrí, þriðjudaginn 14. apríl, til að endurskipuleggja starfið framundan.

Svo er aldrei of oft minnt á að fara varlega og hlýða Víði. Saman komumst við í gegnum þetta.

Kristján Ingimarsson - formaður Fræðslu-, tómstunda- og jafnréttisnefndar
Guðrún Sigurðardóttir - leikskólastjóri
Signý Óskarsdóttir - skólastjóri
Gauti Jóhannesson - sveitarstjóri