Djúpivogur
A A

Frá ráðstefnu um strandminjar í hættu

Frá ráðstefnu um strandminjar í hættu

Frá ráðstefnu um strandminjar í hættu

skrifaði 29.04.2015 - 16:04

Laugardaginn 18. apríl stóð Minjastofnun ásamt áhugafólki um minjar í hættu fyrir ráðstefnu um strandminjar í hættu. Um 80-90 manns lögðu leið sína á Hótel Sögu þar sem ráðstefnan var haldin. Á ráðstefnunni fjölluðu íslenskir og erlendir fræði- og áhugamenn um strandminjar og verndun þeirra út frá ýmsum sjónarhornum.

Að lokum tóku ráðstefnugestir þátt í umræðum um spurninguna: hvað svo?

Voru ráðstefnugestir sammála um að brýnasta verkefnið í verndun strandminja væri skráning og að mikilvægt væri að hefja aðgerðir sem fyrst.

 

Ráðstefnan var tekin upp á myndband og er aðgengileg á vefnum í sjö hlutum. 

Fjórði hluti er erindi Hjörleifs Guttormssonar. Skemmtilegt erindi og úttekt þ. á m. á strandminjum í Djúpavogshreppi.

 

Nánar um erindið:

Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur flytur erindi sem nefnist: „Verstöðvar og verskálaminjar á Austfjörðum“. Hjörleifur segir frá fjölmörgum atriðum sem varða fornminjar sem tengjast sjávarútvegi. Meðal þess sem hann segir frá eru örnefni sem tengjast sjósókn, fornleifarannsóknir, skráning og verndun fornleifa. Sagt er frá stofnun Sjóminjasafns Austurlands og sýndar ljósmyndir af strandminjum og sagt frá mjög áhugaverðum minjastöðum.

 

Horfa má á erfindi Hjörleifs Guttormssonar hér

Eyþór Eðvarðsson og Ingrid Kuhlman önnuðust myndvinnslu. 

 

ED