Djúpivogur
A A

Frá opnu húsi leikskólans Bjarkatúns

Frá opnu húsi leikskólans Bjarkatúns

Frá opnu húsi leikskólans Bjarkatúns

skrifaði 31.05.2010 - 16:05

Þann 19. maí sl. var leikskólinn Bjarkatún með opið hús þar sem verk barnanna úr vetrarstarfinu voru til sýnis auk þess voru sýndar myndbandsupptökur úr leikskólastarfi og tónlistarstarfi barnanna hjá Andreu.  Verkefni barnanna voru fjölbreytt að vanda en þar mátti sjá gluggalistaverk, vaxmyndir, batikmyndir, fiðrildi, teikningar og klippimyndir úr Fittý.  Ljósmyndir úr starfi vetrarins voru til sýnis auk ljósmyndasyrpa úr sérstökum ferðum eins og 0. bekkjarstarfinu og fuglskoðunarferð Kríudeildar en börnin höfðu farið í fuglaskoðunarferð og bjuggu svo til hreiður með eggjum í eftir ferðina.  Ánægjulegt var hvað opna húsið okkar er alltaf vel sótt en hátt í 70 manns komu.  Sjá má myndir af opnu húsi hér og í myndasafni leikskólans hér til hliðar. 

ÞS