Frá nefndinni: Þorrablótið er á morgun

Frá nefndinni: Þorrablótið er á morgun
skrifaði 25.01.2013 - 14:01Æfingar fyrir Þorrablótið hafa staðið fram á nótt undanfarið en generalprufa fer fram í kvöld.
Sérstakur siðgæðisvörður nefndarinnar hefur séð ástæðu til að gera athugasemdir við nokkur atriði sem honum þóttu of djörf og ekki boðleg á blótinu. Sérstaklega hafa þeir Emil, Haukur og Ágúst þótt djarfir. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar er að lesa yfir þeim vegna sérstaklega grófs atriðis sem þurfti að skrifa upp á nýtt. Eins og sjá má tekur Emil vel eftir, Haukur skammast sín en Ágústi gæti ekki verið meira sama !
Nefndin