Frá íþróttamiðstöð

Frá íþróttamiðstöð skrifaði Greta Mjöll Samúelsdóttir - 30.10.2020
15:10
Kæru gestir.
Hertar aðgerðir voru kynntar í dag kl 13:00 og kom þar í ljós að við þurfum að skella í lás í Íþróttamiðstöðinni á miðnætti í kvöld. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg.
Sundlaugin verður því lokuð, sem og salurinn og ræktin, þar til annað kemur í ljós.
Ég vil hvetja alla að vera dugleg á þessum erfiðu tímum, nýta veðrið þegar að það gefst og labba þessar fallegu gönguleiðir sem við eigum í okkar dásamlega bæjarfélagi.
Tæklum þetta saman - Við erum öll Almannavarnir.
Bestu kveðjur
- Forstöðumaður ÍÞMD