Frá íþróttamiðstöð

Góðan daginn, gott fólk.
Ég veit að margir eru búnir að vera að bíða eftir tilkynningu vegna ræktarinnar og hef ég tekið þá ákvörðun, eftir að hafa rætt við nokkra í kringum mig, að opna ræktina með ströngum skilyrðum.
- Það verður að hringja og panta tíma fyrirfram.
- Það mega alls ekki fleiri en tveir vera inni í einu.
- Það verður skilyrði að sótthreinsa sig og öll tæki sem komist er í snertingu við.
Einnig hef ég ákveðið að leyfa, eftir að hafa rætt við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum, aftur þeim fáum tímum sem við erum með í salnum. Þannig að zumba, blak og körfubolti verður leyfilegur hjá okkur með þeim skilyrðum að gætt er að helstu sóttvörnum eins vel og hægt er.
Það verða aðeins leyfðir 20 manns í salinn fyrir hvern tíma.
Það er alltaf hægt að hringja í mig í 470-8731 ef ykkur liggur eitthvað á hjarta.
Með bestu kveðju,
- Forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Djúpavogs