Djúpivogur
A A

Frá UMF. Neista - vetrarstarf hefst

Frá UMF. Neista - vetrarstarf hefst

Frá UMF. Neista - vetrarstarf hefst

Ólafur Björnsson skrifaði 19.08.2019 - 13:08

Kæru iðkendur, foreldrar/forráðamenn og félagar

Stjórn og framkvæmdastjóri vinna nú að því að skipuleggja starf vetrarins sem verður fjölbreytt að vanda. Viðburðadagatal verður sent út í byrjun september ásamt skráningarformi fyrir foreldra iðkenda og aðra áhugasama í aðstoð við viðburði félagsins.

Æfingar hefjast mánudaginn 26. ágúst og munu skráningar fara fram 20.-23. ágúst. Þjálfari í fótbolta og frjálsum verður Guðmundur Helgi Stefánsson en því miður höfum við ekki fengið sundþjálfara til starfa. Við gerum ráð fyrir sundi í stundatöflu með von um að úr því rætist en eins og staðan er nú verður ekki boðið upp á æfingar í sundi.

Það hafa orðið nokkrar breytingar í yfirstjórn Neista. Tveir stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórn í sumar. Pálmi Fannar Smárason formaður og Hafdís Reynisdóttir, sem var í stjórn áður en hún tók við stöðu framkvæmdastjóra. Við þökkum þeim fyrir gott og mikið starf í þágu Neista.

Stjórn félagsins í vetur verður eftirfarandi:

Aðalstjórn
Helga Björk Arnardóttir formaður
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir varaformaður
Hera Líf Liljudóttir gjaldkeri
Þórdís Sigurðardóttir ritari
Auður Ágústsdóttir meðstjórnandi
Kristófer Dan Stefánsson meðstjórnandi

Frjálsar/sundráð
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir formaður
Hugrún Malmquist Jónsdóttir meðstjórnandi

Fótboltaráð
Þórdís Sigurðardóttir formaður

Framkvæmdastjóri
Helga Rún Guðjónsdóttir

Aðalstjórn mun funda einu sinni í mánuði, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Ráðin munu funda annan hvern mánuð eða eftir þörfum. Erindi og ábendingar sem óskað er eftir að tekið er á fundum sendist á neisti@djupivogur.is

Ráðin eiga að hafa þrjá meðlimi og óskum við því eftir sjálfboðaliðum, einn í sund/frjálsarráð og tvo í fótboltaráð.

Þátttaka meðlima í félaginu skiptir sköpum til að starfsemin gangi upp og hlökkum við mikið til að vinna með ykkur í vetur. Áfram Neisti!

F.h. Ungmennafélagsins Neista
Helga Rún Guðjónsdóttir
Framkvæmdastjóri