Djúpivogur
A A

Frá UMF Neista

Frá UMF Neista

Frá UMF Neista

skrifaði 13.07.2011 - 15:07

 

Kæru Neistamenn og -konur, 
Eins og áður hefur komið fram fékk umf. Neisti úthlutað sölutjaldi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum sem fram fer um verslunarmannahelgina.  Tjaldið okkar verður staðsett í tjarnargarðinum þar sem barnadagskráin fer fram, auk þess er okkur heimilt að fara með varning og selja á Vilhjálmsvelli.  Opnunartími í tjaldinu hjá okkur miðast því við auglýsta dagskrá í tjarnargarðinum og á Vilhjálmsvelli, þ.e. föstud. 13-18, laugard. 10-17 og 20-22 og sunnud. 10-17 og 20-22.
Nú styttist óðum í landsmótið og komið að því að fara að undirbúa söluvarning til að selja í tjaldinu og finna starfsfólk í tjaldið.  Búið er að ákveða að selja heimabakstur, sælgæti, samlokur, beyglur, pitsur, ávexti, drykki  ofl.  Flest af þessu verður keypt tilbúið, kemur frosið og þarf einungis að hita áður en það er selt.  Til stendur þó að baka kleinur, ástarpunga og orkubita. Við höfum fengið leyfi til að baka á Helgafelli, því allt sem við seljum þarf að vera bakað og útbúið í vottuðu/löglegu eldhúsi. 
Til þess að Neisti geti nýtt sér þetta sem góða fjáröflun þurfa allir foreldrar sem eiga börn sem stunda æfingar hjá Neista að hjálpa til. 
Því eru hér með allir foreldrar og aðrir sem vilja rétta hjálparhönd boðaðir á fund á morgun fimmtudaginn 14. Júlí kl.20 í Grunnskólanum. Þar verður bakstur og vaktaplan skipulagt.
Fyrir þá sem ekki eru klárir á því hvað er í boði á landsmóti fylgir hér með að gamni brot af dagskránni á landsmótinu.  Börn á aldrinum 11-18 ára geta keppt í  Dansi, fimleikum, frjálsum íþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, motocrossi, knattspyrnu, körfubolta, skák og sundi.  Tekið skal fram að hægt er að skrá einstaklinga í hópíþróttirnar, skráningargjald er 2000 kr (UÍA niðurgreiðir fyrir sína félagsmenn). Fyrir aðra er ýmislegt við að vera eins og sjá má hér fyrir neðan: frekari upplýsingar má einnig finna inná  www.ulm.is 
 
Fimmtudagur 28. júlí
20:30-22:00 Risatjald við sundlaug Kvöldvaka- DJ.Sveppz
22:00-23:00 Brennustæði (við tjaldsvæði) Varðeldur og söngur
Föstudagur 29. júlí
10:00-11:00 Sundlaugin Sundleikar UMFÍ -  fyrir krakka 10 ára og yngri
12:00-18:00 Bjarnadalur Kynningargrein: Strandblak
13:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Vigdís Diljá Óskarsdóttir
13:00-17:00 Risatjald við sundlaug Markaður
13:00-17:00 Tjarnargarðurinn Leiktæki fyrir 12 ára og yngri
13:30 Valaskjálf Gönguferð með leiðsögn um Selskóg
14:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Krakkar af Austurlandi
15:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Krakkar af Austurlandi
15:00 Valaskjálf Sögustund fyrir yngstu börnin
16:00 Tjarnargarðurinn Bogomil Font og félagar bregða á leik
21:30-23:30 Risatjald við sundlaug Kvöldvaka
Jón Jónsson
DJ. Ívar Pétur Kjartansson
Laugardagur 30. júlí
13:00 Tjarnargarðurinn Hæfileikakeppni
13:00-17:00 Risatjald við sundlaug Markaður
13:00-17:00 Tjarnargarðurinn Leiktæki fyrir 12 ára og yngri
13:30 Landsbankinn Gönguferð með leiðsögn um bæinn
14:00 Tjarnargarðurinn Brot úr Kardemommubænum
14:00 Valaskjálf Taekwondo kynning
15:00 Tjarnargarðurinn Tónlist úr Litlu hryllingsbúðinni
15:30 Tjarnargarðurinn Klappstýruhópur frá Vík í Mýrdal
16:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Vigdís Diljá Óskarsdóttir 
17:15 Vilhjálmsvöllur Vilhjálmsleikar 
18:00 Vilhjálmsvöllur KSÍ knattþrautir
20:00-22:00 Valaskjálf Innsvar.  Fjölskylduleikur.
20:00-22:00 Tjarnargarðurinn Öll leiktækin opin
20:30-23:30 Risatjald við sundlaug Kvöldvaka 
Creedence Travellin‘ Band
Í Svörtum fötum
Sunnudagur 31.júlí
13:00 Tjarnargarðurinn Hæfileikakeppni
13:00-15:00 Valaskjálf Danskennsla fyrir alla fjölskylduna
13:00-17:00 Risatjald  við sundlaug Markaður
13:00-17:00 Tjarnargarðurinn Leiktæki fyrir 12 ára og yngri
13:30 Valaskjálf Gönguferð með leiðsögn um Selskóg
(Skógarpúkarnir slást í för) 
14:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Krakkar af Austurlandi
15:00 Valaskjálf Sögustund fyrir yngstu börnin
15:00 Tjarnargarðurinn Tónlist: Krakkar af Austurlandi
16:00 Tjarnargarðurinn Skógarpúkarnir
16:00-18:00 Valaskálf Danskennsla fyrir alla fjölskylduna
18:00-19:00 Vilhjálmsvöllur Skotkeppni í körfubolta (KKÍ)
20:00-22:00 Tjarnargarðurinn Öll leiktækin opin
20:30-23:30 Risatjald við sundlaug Kvöldvaka
Bjartmar Guðlaugsson
Ingó og Veðurguðirnir 
 
Sjáumst vonandi sem flest, 
Stjórn umf. Neista

Kæru Neistamenn og -konur

Eins og áður hefur komið fram fékk umf. Neisti úthlutað sölutjaldi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum sem fram fer um verslunarmannahelgina.  Tjaldið okkar verður staðsett í tjarnargarðinum þar sem barnadagskráin fer fram, auk þess er okkur heimilt að fara með varning og selja á Vilhjálmsvelli. Opnunartími í tjaldinu hjá okkur miðast því við auglýsta dagskrá í tjarnargarðinum og á Vilhjálmsvelli, þ.e. föstud. 13:00-18:00 laugard. 10:00-17:00 og 20:00-22:00 og sunnud. 10:00-17:00 og 20:00-22:00.

Nú styttist óðum í landsmótið og komið að því að fara að undirbúa söluvarning til að selja í tjaldinu og finna starfsfólk í tjaldið.  Búið er að ákveða að selja heimabakstur, sælgæti, samlokur, beyglur, pitsur, ávexti, drykki  ofl.  Flest af þessu verður keypt tilbúið, kemur frosið og þarf einungis að hita áður en það er selt.  Til stendur þó að baka kleinur, ástarpunga og orkubita. Við höfum fengið leyfi til að baka á Helgafelli, því allt sem við seljum þarf að vera bakað og útbúið í vottuðu/löglegu eldhúsi. 

Til þess að Neisti geti nýtt sér þetta sem góða fjáröflun þurfa allir foreldrar sem eiga börn sem stunda æfingar hjá Neista að hjálpa til. Því eru hér með allir foreldrar og aðrir sem vilja rétta hjálparhönd boðaðir á fund á morgun fimmtudaginn 14. júlí kl.20:00 í Grunnskólanum. Þar verður bakstur og vaktaplan skipulagt.

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér glæsilega og fjölbreytta dagskrá mótsins geta smellt hér

Sjáumst vonandi sem flest

Stjórn umf. Neista