Frá UMF Neista

Frá UMF Neista
skrifaði 11.07.2011 - 14:07Sumarhátíð ÚÍA var haldin á Egilsstöðum um helgina og að vanda mætti vaskur hópur af Neistakrökkum til keppni á mótinu. Neistakrakkarnir stóðu sig með glæsibrag og unnu stigabikarinn í sundinu og lentu í öðru sæti í stigakeppninni í frjálsum íþróttum, 14 ára og yngri.
Þá varð Kamilla Marín Björgvinsdóttir stigahæst í flokki stelpna 11-12 ára og Ásmundur Ólafsson stigahæstur í flokki 11-12 ára í sundinu.
Við óskum Neistakrökkunum til hamingju með þennan glæsilega árangur.
UMF Neisti
BR