Djúpavogshreppur
A A

Frá Löngubúð

Frá Löngubúð

Frá Löngubúð

skrifaði 10.09.2010 - 09:09

Laugardaginn 11.september er síðasti dagur sumaropnunar Löngubúðar og að því tilefni verður sumarið kvatt með kökuhlaðborði frá kl 14 til 18

Kökuhlaðborð og kaffi/kakó á kr. 1450

Um kvöldið verður svo riðið á vaðið með fyrsta PubQuiz vetrarins og hvetjum við þá sem ekki hafa enn kynnt sér leikinn að slá saman í lið og vera með í þessum skemmtilega spurningaleik.

Húsið opnar 21:00 og leikar  hefjast 21:30

Tilboð á barnum & enginn aðgangseyrir.

Starfsfólk Löngubúðar vill að endingu þakka Djúpavogsbúum og öðrum gestum sem heimsóttu okkur kærlega fyrir sumarið með von um skemmtilegan vetur framundan.

Starfsfólk Löngubúðar

 

BR