Djúpivogur
A A

Frá Íþróttamiðstöðinni

Frá Íþróttamiðstöðinni

Frá Íþróttamiðstöðinni

Ólafur Björnsson skrifaði 05.10.2020 - 10:10

Eins og nýjustu fréttir gefa til kynna þá verðum við að fylgja leiðsögn stjórnvalda og loka öllum tímum í íþróttasalnum sem og ræktinni næstu 3 vikur. Tekur það gildi strax á í dag (mánudaginn, 5. október)

Það er alltaf vont þegar að þetta kemur upp, en um að gera að nota okkar fallegu náttúru Djúpavogs til þess að stunda hreyfingar og þess háttar.

Sundlaugin verður áfram opin með sama hætti og áður. Við gætum þurft að takmarka aðgang ef að aðstæður gefa það til kynna.

Skólaíþróttir og Neistatímar halda áfram með hefðbundnum hætti.

Enn og aftur bendum við fólki á að virða 1m regluna, sem og passa allan handþvott. Virðum náungann við hliðina á okkur og sýnum skilning.

Mig langar að nota tækifærið og hrósa þeim gestum sem komið hafa í sundlaugina á þessum COVID-tímum. Frábær skilningur hjá öllum og ótrúleg biðlund, sem er erfitt að biðja um en þið hafið svo sannarlega veitt mér og okkur á þessum erfiðum tímum. Þið fáið stórt klapp og hrós frá mér.

Við erum öll Almannavarnir!

Forstöðumaður ÍÞMD