Djúpavogshreppur
A A

Frá Grunnskóla Djúpavogs

Frá Grunnskóla Djúpavogs

Frá Grunnskóla Djúpavogs

skrifaði 14.08.2006 - 00:08

Grunnskóli Djúpavogs hefst föstudaginn 25. ágúst nk. með Opnu húsi frá kl. 10:00 – 14:00.  Þá eiga nemendur og forráðamenn að heimsækja umsjónarkennara, fá afhentar stundatöflur, kennslubækur og hitta mann og annan.  Formleg kennsla hefst síðan skv. stundaskrá mánudaginn 28. ágúst. 

Forráðamenn nýrra nemenda eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skólastjóra sem fyrst, í síma:  478-8246 til að ganga frá skráningu, eða með því að koma í heimsókn í grunnskólann.

Í næstu viku munu forráðamenn fá send heim skráningarblöð sem mikilvægt er að þeir fylli út með börnum sínum.  Þar er t.d. um að ræða skráningu í viðveru 1. – 5. bekkjar, aðstoð við heimanám 6. – 10. bekkjar, mat á Hótel Framtíð, drykkjarmiða, skráningu í val o.fl.  Mikilvægt er að forráðamenn og nemendur fylli miðana út í sameiningu og að þeim verði skilað á föstudaginn 25. ágúst á Opnu húsi.

Verið velkomin í skólann,
skólastjóri.