Djúpivogur
A A

Frá Djúpavogskirkju

Frá Djúpavogskirkju

Frá Djúpavogskirkju

skrifaði 19.10.2012 - 22:10

Sunnudaginn 21. okt.  verður kirkjuskóli og fjölskyldusamvera í kirkjunni kl. 13.00. Börnin fá myndir til að setja í fjársjóðskistuna  og brúður koma í heimsókn.   10-12 ára börnin og unglingar taka þátt í samverunni.

Eftir samveruna ætla unglingar að selja kaffi og vöfflur til fjáröflunar fyrir ferðalag á Æskulýðsmót kirkjunnar sem verður á Egilsstöðum 26-28. okt., en þar munu væntanlega koma saman um 600 unglingar víðs vegar af landinu.

Vöfflur og kaffi kosta kr. 500.- fyrir fullorðna, en 250 kr. fyrir börn.

Á fimmtudags- eða föstudagskvöld munu unglingarnir safna áheitum fyrir Biblíumaraþon, þau ganga í hús og biðja um áheit, en þau ætla að  lesa Biblíuna frá kl. 14.00- 17.00 á sunnudaginn og eru öllum boðið að hlýða á  og fá sér kaffi og vöfflur.

Mig langar að biðja fólk að taka vel á móti unglingunum þegar þau safna áheitum  og styðja þau og munum,  að  margt smátt getur orðið stórt.  

Við ætlum að eiga góðan dag í kirkjunni á sunnudaginn, verum öll hjartanlega velkomin,

sóknarprestur.