Frá Djúpavogskirkju

Frá Djúpavogskirkju
skrifaði 29.11.2013 - 16:11Fjölskylduguðsþjónusta 1. sunnudag í aðventu, 1. des. kl. 14.00.
Börn tendra ljós á fyrsta kertinu á aðventukransinum og fermingarbörn lesa ritningarlestra.
Nemendur Tónskólans spila forspil og eftirspil, þær Laura Kira Kiss og Hafrún Alexía Ægisdóttir.
Piparkökur, kaffi og djús eftir messu.
Hefjum undirbúning hátíðar með bæn og lofgjörð í hjarta.
Verum öll hjartanlega velkomnin
Sóknarnefnd vekur athygli á, að rafmagn verður tengt í Djúpavogskirkjugarði 1. des. og slökkt 11. janúar 2014. Vinsamlega greiðið gjald kr. 1000.- inn á reikning: 1147-05-401066 kt. 690408-0230.
Sóknarnefnd og sóknarprestur