Djúpivogur
A A

Frá Djúpavogshreppi vegna COVID-19

Frá Djúpavogshreppi vegna COVID-19

Frá Djúpavogshreppi vegna COVID-19

Ólafur Björnsson skrifaði 13.03.2020 - 16:03

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Djúpavogshreppur vinnur nú að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í grunn- og leikskólanum til þess að stjórnendur og starfsmenn geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu á mánudaginn m.a. á heimasíðu sveitarfélagsins og heimasíðum grunn- og leikskóla.

Þá eru í undirbúningi leiðbeiningar um íþróttastarf, íþróttamannvirki og aðrar tómstundir barna.

Heimaþjónusta við aldraða og öryrkja mun halda áfram þar til annað verður ákveðið. Hið sama á við um félagslega liðveislu. Áhersla er lögð á aukið hreinlæti starfsmanna og þjónustuþegar upplýstir um mikilvægi þess eins og þörf er á.

Tryggvabúð verður áfram opin þar til annað verður ákveðið.

Sveitarstjóri