Djúpivogur
A A

Styrkjamöguleikar í nýsköpun, menntun og menningu

Styrkjamöguleikar í nýsköpun, menntun og menningu

Styrkjamöguleikar í nýsköpun, menntun og menningu

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 22.08.2018 - 13:08

Á föstudaginn kemur verður kynningarfundur fyrir styrki hjá Rannís í samstarfi við Austurbrú. Það eru Tækniþróunarsjóður, Erasmus og Creative Europe sem verða kynntir í á Vonarlandi Egilsstöðum. Það þarf að skrá sig á fundinn vegna veitinga í hádeginu. Skráning er hjá Hrönn á hronn@austurbru.is. Eins og kunnugt er kemur lítið fjármagn úr þessum sjóðum á Austurland og því mikilvægt að mæta og kynna sér möguleikana.