Djúpavogshreppur
A A

Fótboltavöllurinn í Blánni

Fótboltavöllurinn í Blánni

Fótboltavöllurinn í Blánni

skrifaði 20.04.2015 - 15:04

Ágætu sveitungar

Þá er búið að bera á völlinn okkar góða í Blánni ásamt því að nú tekur við viðkvæmt vaxtarstig hjá honum. Því er mikilvægt að börnin nýti SPARKVÖLLINN hjá grunnskólanum núna næsta mánuðinn og séu EKKI á fótboltavellinum í Blánni fram að Neistadeginum í lok maí. Rafn Heiðdal þjálfari mun ganga í bekki og ræða við krakkana á morgun og biðjum við ykkur um að passa völlinn með okkur.

Með kærleikskveðju

Ungmennafélagið Neisti