Djúpivogur
A A

Föstudagsgátan

Föstudagsgátan

Föstudagsgátan

skrifaði 22.05.2009 - 16:05

Við birtum nú nýja vísnagátu eftir Hrönn Jónsdóttur úr Sæbakka, en eftir því sem sveitarstjórinn segir þá er lausnin "hrein snilld".

Þessi er ekki síður djúpt hugsuð en ýmsar þær fyrri, sem við höfum birt. Lausnaroðin eru 4, eitt fyrir hverja línu og snúast um að menn kunni að telja og ríma.

Rím kemur sem sagt við sögu, einkum framan af, en er reyndar "afsleppt" í lokin.

Það gerist ekki betra.

Með fimm þú hittir mey og fuglinn fleyga,
með fjórum annað konunafn og bein.
Með þremur er hún búin barn að eiga,
blítt með tveim þá raular stundum ein.

HJ

Lausnarorð berist á djupivogur@djupivogur.is fyrir föstudaginn 29. maí.

ÓB