Djúpivogur
A A

Föstudagsgátan

Föstudagsgátan

Föstudagsgátan

skrifaði 25.09.2009 - 09:09

Í síðustu viku birtum við gátu eftir Ingimar Sveinsson.
Hún var á þessa leið:

Maður einn heitir hey í röðum
og húsdýrin mörgu borða úr.
Þar gott fann ég kál með grænum blöðum,
góðmeti fékk í hverjum túr.


13 manns sendu inn svar og var það rétt í öllum tilvikum. Þeir sem sendu inn voru:

Aðalsteinn Aðalsteinsson
Svanborg Guðjónsdóttir
Björg Stefa Sigurðardóttir
Elva Sigurðardóttir
Magnhildur Pétursdóttir
Kristrún Gunnarsdóttir
Valur (eitt sinn kenndur við Merki)
Jónína Guðmundsdóttir
Óli Már Eggertsson
Guðný Svavarsdóttir
Unnur Finnsdóttir
Páll Guðmundsson
Ármann Snjólfsson

Rétt svar við vísunni er garðar.

Við þökkum þeim sem tóku þátt og bendum á nýja gátu hér fyrir neðan.

 


 

Gáta þessarar viku er að fróðra sögn "sú þyngsta til þessa". Ráðningin er eftir því "alger snilld". Undirritaður getur tekið undir það. Ingimar Sveinsson færði okkur þessa vísu fyrir margt löngu en hún er eftir Guðmund frá Lundi.

Í vísunni er að finna, í réttri röð; starfsheiti, karlmannsnafn og heimilisfang en Ingimar sagði okkur að vísan hafi verið rituð utan á umslag sem sent var á Kópasker. Sagt er að fólkið á pósthúsinu hafi hvorki skilið upp né niður í áletruninni en ákveðið að ráða í hana og tekist það að lokum. Bréfið komst því á réttan stað.

Vísan er svona:

Skollafjandi, sköglar traf,
skessudrösull, hægt að fer.
Undir hömrum, elfar skraf,
ægis þröm við Kópasker.


Svar sendist á djupivogur@djupivogur.is fyrir föstudaginn 2. október.

ÓB