Djúpivogur
A A

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn

skrifaði 25.09.2006 - 00:09

Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands og er dagskráin hugsuð fyrir 9. bekkinga.  Óskað er eftir virkri þátttöku þeirra í umræðu um fíkniefni og forvarnir.  Nemendur vinna ákveðin verkefni í kennslustundum og skila niðurstöðum inn á sameiginlega heimasíðu verkefnisins.

Nú þegar er forvarnardagurinn orðinn sýnilegur í íslenskum fjölmiðlum og munu auglýsingar og slagorð verða enn meira áberandi eftir því sem líður á vikuna.  Nk. fimmtudagskvöld eru foreldrar/forráðamenn hvattir til þess að setjast niður með unglingunum sínum og horfa á Kastljósið en þar mun umræðan ná hámarki.