Djúpavogshreppur
A A

Förum varlega í umferðinni

Förum varlega í umferðinni

Förum varlega í umferðinni

skrifaði 16.05.2012 - 09:05

Í nótt eða snemma í morgun hefur verið keyrt á tvö hreindýr á þjóðveginum fyrir neðan Ask. Ljóst er að ökumaðurinn hefur keyrt á þau á töluverðri ferð því annað þeirra hefur kastast nokkuð langt út fyrir veginn, enda alla jafna ekki mikið svigrúm til að bremsa þegar dýrin stökkva skyndilega í veg fyrir bílana.

Við viljum brýna fyrir ökumönnum að fara varlega, nú sérstaklega þegar hreindýrin eru farin að færa sig út á Búlandsnesið.

 

ÓB