Djúpivogur
A A

Foreldrafélög Djúpavogs fá barnabókahöfund á Djúpavog

Foreldrafélög Djúpavogs fá barnabókahöfund á Djúpavog

Foreldrafélög Djúpavogs fá barnabókahöfund á Djúpavog

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 26.11.2018 - 10:11

Barnabækur Bergrúnar Írisar hafa vakið mikla lukku og hlotið tilnefningar til virtra verðlauna, til að mynda Barna- og ungmennabókaverðlauna Norðurlandaráðs.


Nú heimsækir hún Djúpavog með bækur og myndlist í farteskinu í boði foreldrafélaga grunnskólans og leikskólans. Bergrún mun lesa upp á bókasafninu úr bókum sínum Næturdýrin og Langelstur í Leynifélaginu. Þá mun hún vera með lítinn markað á Við Voginn. Þar verða allar bækurnar hennar á tilboðsverði sem og loftbelgirnir vinsælu og því kjörið að næla sér í íslenskar barnabækur, jólakort, jólaskraut(sveinkana) og myndlist í jólapakkana.

Bergrún verður í Bókasafni Djúpavogs á þriðjudaginn 27.nóvember kl.16:00-16:45 og beint í framhaldinu í Við Voginn kl.17-19 með markað.

Á miðvikudaginn 28.nóvember verður hún með skapandi skrif fyrir grunnskólanemendur kl.8:05-9:25. Í framhaldi af því, milli 10 og 12 verður hún svo með lestur fyrir nemendur leikskólans Bjarkatúns.


Um Langelstur í Leynifélaginu:
Áður var Rögnvaldur langelstur í bekknum en nú hafa hlutverkin snúist við og Eyja er orðin langyngst á dvalarheimilinu með tilheyrandi gríni og glensi.
Eftir skemmtilegan skólavetur eru vinirnir Eyja og Rögnvaldur komin í sumarfrí!
Þegar hinn háaldraði Rögnvaldur flytur á dvalarheimili fær Eyja að fylgja honum á meðan foreldrar hennar eru fastir í vinnu.

Um Næturdýrin
Mynd- og textahöfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir. Tónlist: Ragnheiður Gröndal
Systkinin Lúna og Nói vita fátt skemmtilegra en að leika sér saman – líka á nóttunni! Foreldrarnir þurfa hins vegar sinn nætursvefn og örmagna af þreytu leita þau til prófessors Dagbjarts. Með hjálp prófessorsins uppgötva systkinin hið stórskemmtilega draumaland þar sem þau geta hoppað og skoppað í skýjaborgum en samt vaknað úthvíld. Bókinni fylgir frumsamin tónlist í flutningi Ragnheiðar Gröndal og barnakórs.