Djúpivogur
A A

Fólkið okkar tekur þátt í sýningunni Að heiman og heim

Fólkið okkar tekur þátt í sýningunni Að heiman og heim
Cittaslow

Fólkið okkar tekur þátt í sýningunni Að heiman og heim

Greta Mjöll Samúelsdóttir skrifaði 31.08.2018 - 11:08

Djúpavogshreppur tekur þátt í atvinnulífssýningunni Að heiman og heim á morgun, 1.september, í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Markmið sýningarinnar er að kynna fyrir ungu fólki, sem er að hefja eða ljúka námi, fjölbreytt og spennandi framtíðartækifæri á Austurlandi. Sýningin er frábært tækifæri til að kynna fjölbreytta starfsemi fyrir mannauði framtíðarinnar og verður opin milli 11 og 17. Meira um sýninguna má nálgast hér.

Djúpavogshreppur verður með stóran bás, lummur, kaffi, ljósmyndir og iðandi dagskrá allan daginn. Látið þetta ekki framhjá ykkur fara!

Dagskrá á bás Djúpavogshrepps

11:00 – 11:30

Þorbjörg Sandholt aðstoðarskólastjóri Djúpavogsskóla fer yfir mannauðinn sem má finna í grunnskólanum, hvaða tækifæri Djúpivogur býður upp á og Cittaslow stefnuna í hreppnum.

12:00 – 12:30

Nelita Vasconcellos fer yfir bakgrunn sinn, stofnun Dansskóla Djúpavogs og hvernig það kemur til að kennari frá Brasilíu flytur alla leið á Djúpavog.

13:00 – 13:30

Búlandstindur ásamt Fiskeldi Austfjarða kynna starfsemi sína á Djúpavogi. Búlandstindur stendur á bakvið um 40% starfa á Djúpavogi og fiskeldið er sívaxandi með fjölda starfsmanna. Tækifæri gefst að ræða við fulltrúa fyrirtækjanna og kynna sér betur tækifæri þeirra og bakgrunn.

14:00 – 14:30

Auja, bóndi á Hvannabrekku kynnir lífið sem bóndi í Djúpavogshreppi. Færir gestum mjólk í kaffið og fer yfir tækifærin í iðninni.

15:00 – 15:30

Ungir iðnaðarmenn gera það gott á Djúpavogi. Óliver Ás er nýútskrifaður smiður og Guðmundur Helgi er rafvirki, lögreglunemi og þjálfari Ungmennafélags Neista. Þeir ræða Djúpavog sem búsetukost og tækifærin sem þar eru.