Djúpavogshreppur
A A

Flott viðtal við Erlu Dóru Vogler í Víðsjá

Flott viðtal við Erlu Dóru Vogler í Víðsjá

Flott viðtal við Erlu Dóru Vogler í Víðsjá

skrifaði 28.07.2015 - 07:07

Erla Dóra Vogler ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps er ekki aðeins góður fulltrúi Djúpavogshrepps á sviði ferða- og menningarmála í Djúpavogshreppi, en Erla hefur líka numið sönglistina og kemur reglulega fram á tónleikum þegar því er við komið með starfi sínu. Hér má heyra viðtal við Erlu Dóru og stallsystur hennar Evu Þyri Hilmarsdóttir í Víðsjá RÚV í gær en í dag stendur Erla Dóra ásamt Evu Þyri píanóleikara fyrir flottum tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.

Hér má heyra viðtalið og einnig innslag með söng Erlu Dóru við undirspil Evu píanóleikara. Við óskum Erlu Dóru að sjálfsögðu til hamingju með þennan flotta listviðburð sem hún stendur fyrir.

 

                                                                                         Samantekt. AS