Djúpivogur
A A

Flóðataflan aftur orðin virk

Flóðataflan aftur orðin virk

Flóðataflan aftur orðin virk

skrifaði 12.01.2015 - 20:01

Okkur er það mikil ánægja að tilkynna að flóðataflan hér hægra megin á síðunni er nú loksins aftur orðin virk. Hún uppfærist alltaf á miðnætti og sýnir hæstu og lægstu gildin næsta sólarhringinn.

Við vitum að margir hafa saknað þess að taflan hafi ekki verið sýnileg og því sérlega ánægjulegt að geta virkjað þessa þjónustu að nýju, enda við hæfi hér á þessu svæði - þar sem mesti munur á flóði og fjöru getur orðið allt að 2.5 metrar.

Af þessu tilefni er við hæfi að rifja upp frétt frá árinu 2011, þegar svokallað ofurtungl gladdi áhugamenn um þessi fræði með tilheyrandi flóði - og fjöru.

ÓB