Djúpivogur
A A

Fjölskyldumeðferð

Fjölskyldumeðferð

Fjölskyldumeðferð

Ólafur Björnsson skrifaði 05.03.2019 - 14:03

Nemar í fjölskyldumeðferð verða á Djúpavogi laugardaginn 9. mars 2019.

Glímir fjölskyldan þín við vandamál sem hefur verið erfitt að takast á við? Hafa komið upp áföll, veikindi, sorgarferli eða flókin verkefni í tengslum við barnauppeldi? Eru vandamál í hjóna/parasambandinu eða hefur komið upp samskiptavandi í skilnaðarferli? Þá gæti fjölskyldumeðferð hentað fyrir þína fjölskyldu. Sú meðferð miðast að því að aðstoða fjölskylduna við þau verkefni sem þeim mætir ásamt þeim samskiptavanda sem upp getur komið. Í meðferðinni er litið svo á að vandi einstaka fjölskyldumeðlims geti haft áhrif á alla fjölskylduna og að sama skapi getur fjölskyldan haft áhrif á vanda einstaklinganna innan hennar. Fjölskyldumeðferð er gagnreynt og árangursríkt meðferðarform þegar tekist er á við verkefni sem fjölskyldan mætir.

Nánari upplýsingar um fjölskyldumeðferð má nálgast inn á heimasíðu fjölskyldufræðingafélagi Íslands, fagfólk í fjölskyldumeðferð: www.fjolskyldumedferd.is

Þær Anna Jóna Guðmundsdóttir og Elín Viðarsdóttir eru nemar í fjölskyldumeðferð ætla að bjóða upp á viðtöl í fjölskyldumeðferð á Djúpavogi laugardaginn 9. mars næstkomandi. Fjölskyldum býðst þessi þjónusta sér að kostnaðarlausu. Hægt er að bóka viðtal með því að senda tölvupóst á fjolskyldutre@gmail.com og skilja þar eftir nafn og símanúmer.