Fjölskylduferð um Berufjörð

Fjölskylduferð um Berufjörð skrifaði - 08.09.2017
08:09
Sunnudaginn 10. september nk. verður farið í fjölskylduferð um Berufjörð í samstarfi við Ferðafélag Austur-Skaftfellinga.
Við ætlum að skoða fossa, víkur og skorur við Berufjörð, með viðkomu í Nönnusafni í Berufirði.
Verð: 1000 kr.
Fararstjóri: Kristján Karlsson (Djúpavogi), s. 892-5887
Brottför frá Höfn: Tjaldstæðið kl. 10:00 og ekið austur á Djúpavog
Brottför frá Djúpavogi: Við Voginn kl. 11:30
Ferðin samanstendur af akstri milli staða og göngutúrum í Berufirði.
Fært öllum bílum - svo nú er um að gera að nýta tækifærið og skella sér í skemmtilega fjölskylduferð.
Athugið: Áætlað er að ferðin taki um 8 til 9 tíma í heildina.