Djúpivogur
A A

Fjölgun í Djúpavogshreppi annað árið í röð

Fjölgun í Djúpavogshreppi annað árið í röð

Fjölgun í Djúpavogshreppi annað árið í röð

skrifaði 21.02.2012 - 14:02

Það er sannarlega ánægjuefni fyrir okkur Djúpavogsbúa að skoða nýjustu tölur um fólksfjölda á Austurlandi.

Þar kemur í ljós að af öllum sveitarfélögum á Austurlandi fjölgaði hlutfallslega mest í Djúpavogshreppi milli áranna 2010 og 2011, um 15 manns eða 3,2%. Þetta er annað árið í röð sem fjölgar hjá okkur og í fyrra var Djúpavogshreppur einungis annað tveggja sveitarfélaga sem fjölgaði í á Austurlandi.

Það er því ljóst að við getum talið okkur vera komin á beinu brautina, en sé litið til þróunar á þessari öld þá var viðvarandi fólksfækkun hér í sveitarfélaginu frá árunum 2001 - 2005. Frá árunum 2006-2008 fjölgaði ýmist eða fækkaði þangað til stór skellur kom árið 2009 þegar fækkaði um 17 manns frá árinu áður.

Síðan þá hefur fjölgað um 24 sem verður að teljast mikill viðsúningur og ekki sjálfgefinn í sveitarfélagi af þessari stærðargráðu.

Hér að neðan er hægt að sjá íbúaþróun í Djúpavogshreppi frá árinu 2000.

Með því að smella hér er hægt að skoða frétta á agl.is um nýjustu íbúatölur á Austurlandi.

ÓB

2000: 523
2001: 521
2002: 498
2003: 493
2004: 479
2005: 458
2006: 463
2007: 450
2008: 456
2009: 439
2010: 448
2011: 463