Djúpivogur
A A

Fiskvinnsla hefst undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót

Fiskvinnsla hefst undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót

Fiskvinnsla hefst undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót

skrifaði 29.10.2014 - 11:10

Vísir hf. hefur selt Ósnesi hlutafé sitt í Búlandstindi á 500 þúsund krónur.
Fiskvinnsla hefst undir merkjum Búlandstinds um næstu áramót. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Fasteignir Vísis hf. eru metnar á 50 milljónir króna og afhendir Vísir Búlandstindi þær endurgjaldslaust gegn því að það verði stöðug vinnsla í húsunum næstu fimm ár

Engin starfsemi hefur verið undir nafni Búlandstinds síðustu ár en Ósnes og Fiskeldi Austfjarða hf. hafa skuldbundið sig til þess að auka hlutafé Búlandstinds um samtals 140 milljónir króna og hefja þar fiskvinnslu, auk vinnslu og pökkunar á eldisfiski.

Ósnes kaupir tæki og búnað Vísis á staðnum og leggur inn sem hlutafé í Búlandstind og hlutafé Fiskeldis Austfjarða verður í formi tækjabúnaðar til vinnslu og pökkunar á eldisfiski.

Með þessum samningum og afhendingu fasteigna sinna án greiðslu að uppfylltu skilyrði um vinnslu næstu ár, vill Vísir gera sitt til að tryggja áframhaldandi fiskvinnslu á Djúpavogi eftir að fyrirtækið flytur starfsemi sína þaðan til Grindavíkur um næstu áramót. Gert er ráð fyrir um 30 störfum hjá Búlandstindi við almenna fiskvinnslu og slátrun, vinnslu og pökkun á eldisfiski.

ÓB