Djúpavogshreppur
A A

Ferðafélag Djúpavogs - Jeppaferð um Kerlingarfjallahringinn stóra

Ferðafélag Djúpavogs - Jeppaferð um Kerlingarfjallahringinn stóra

Ferðafélag Djúpavogs - Jeppaferð um Kerlingarfjallahringinn stóra

skrifaði 25.08.2014 - 12:08

Jeppaferð - 30.- 31. ágúst 2014
Kerlingarfjallahringurinn stóri.

Mæting: Við Hjálparfoss Þjórsárdal 30.08.2014

Fararstjóri: Jón Halldór Gunnarsson.
Ferðagjald: 500 kr. sem rennur í Skálasjóð Ferðafélags Djúpavogs.
Næstu eldsneytisstöðvar við upphaf ferðar er Árnes, Hrauneyjar og Hvolsvöllur.
Hægt er að fá gistingu í Kerlingarfjöllum að kvöldi 30. ágúst í svefnpokaplássi í stóra skála. Verð 5.200 kr.
Nýpa, A-hús fyrir tvo með sturtu, uppábúið með morgunmat verð 30.400 kr.
Tjaldstæði, verð 1700 kr. á manninn í bíl eða tjaldi.
Samkvæmt Hervöru sem tekur við pöntunum er nóg af plássi en þeir sem vilja panta geta hringt í hana í síma 892-9592 eða tölvupósti: info@kerlingafjoll.is
http://www.nat.is/travelguide/kerlingarfjoll_halendismidst.htm
Það er aðstaða í Kerlingarfjöllum fyrir allt að tuttugu manns að borða samann. Hver sér um mat fyrir sig, en reyndar er hægt að fá keyptan mat í Kerlingafjöllum.


Dagur 1. Hjálparfoss – Kerlingarfjöll, 115 km.
Þátttakendur safnast saman á eigin bílum við Hjálparfoss laugardaginn 30. ágúst ekki seinna en kl 10:00.
Þaðan er haldið inn Þjórsárdal framhjá Stöng, Gjánni og að Háafossi. Því næst er haldið eftir línuvegi um Hrunamannaafrétt frá Háafossi í austri að Gullfossi í vestri, með möguleika á gönguferðum að Fögrutorfu í Stóru-Laxá og Gullfossi að austan.
Síðan er haldið sem leið liggur í Svínárnes, Miklumýrar, Hænsnaver og Leppistungur. Þar er Kerlingará með sínu djúpa gljúfri og hægt að ganga að Kerlingarfossi. Þaðan er haldið sem leið liggur norður fyrir Kerlingarfjöll að Ásgarði þar sem gist verður. Vonast eftir að hitta þar fyrrum Djúpavogsbúa sem er tilbúin að fara með hópinn í gönguferð um Hveragilið frá bílastæði.

Dagur 2: Kerlingarfjöll – Hjálparfoss, 116 km.

Kl: 10:00: Haldið af stað frá Ásgarði í Kerlingarfjöllum áleiðis í Setur skála 4X4 klúbbsins milli Kerlingarfjalla og Hofsjökuls – Fjórðungssands – Norðurleiti – Bjarnarlækjarbotna – Gljúfurleit – Sultartangi – Hjálparfoss.
Ýmsir skoðunarverðir fossar eru á leiðinni Kjálkaversfoss – Dynkur – slæðufoss í Hölkná og Gljúfurleitarfoss. Tími og veður ásamt áhuga ræður gönguferðum til skoðunar á þessum fallegu fossum.

Fyrir hönd Ferðafélags Djúpavogs
Jón Halldór Gunnarsson farsími: 892 7266 – tölvupóstur: jhg66@simnet.is